Enski boltinn

Lykilatriðið er að fá að spila

Gylfi er kominn í Swansea á ný.
Gylfi er kominn í Swansea á ný. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Eftir tvö ár hjá Tottenham ákvað hann að söðla um og ganga til liðs við Swansea, þar sem hann átti frábært vor 2012 og skoraði þá sjö mörk í átján leikjum.

Stuðningsmenn Swansea binda miklar vonir við Íslendinginn og réðu sér vart fyrir kæti þegar ljóst var að Gylfi væri genginn í raðir félagsins á ný.

Hann segir að meiri leiktími hafi verið lykilástæða fyrir vistaskiptunum.

„Tottenham er auðvitað stærra félag og búið að vera lengur í úrvalsdeildinni en lykilatriðið fyrir mig er að fá að spila meira. Ég vildi ekki sitja á bekknum og horfa á ferilinn minn fljúga fram hjá,“ segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið.

Hann byrjaði 26 leiki á tveimur tímabilum hjá Tottenham og kom 32 sinnum inn á sem varamaður.

Gylfi spilaði oftast á vinstri kanti hjá Tottenham en hann hefur oft lýst því yfir að hann vilji spila á miðjunni og telji sig ekki vera kantmann.

„Ég vonast eftir að spila á miðjunni. Ég held að besta staðan mín sé fyrir aftan sóknarlínuna en ég spila glaður hvaða stöðu sem er á miðjunni,“ segir Gylfi, sem sér þó ekki eftir því að hafa farið til Tottenham.

„Ég öðlaðist mikla reynslu, spilaði fyrir stórt félag og tel að ég sé betri leikmaður fyrir vikið,“ segir Gylfi.

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins í morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.   

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is


Tengdar fréttir

Costa verður að haldast heill í vetur

Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur.

Komið að því að Arsenal taki titilinn

Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×