Enski boltinn

Costa verður að haldast heill í vetur

Vísir/Getty
Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur.

Chelsea hefur ekki tekist að vinna titilinn frá því að Carlo Ancelotti stýrði liðinu tímabilið 2009-2010.

„Chelsea vinnur deildina. Mourinho virtist hvorki hafa trú né áhuga á því síðasta tímabil en nú er búið að safna í lið sem er tilbúið. Kaupin á Fàbregas, Luis og Costa eru skýr skilaboð. Fàbregas þarf ekkert að venjast ensku deildinni neitt, Costa er „made“ fyrir enska boltann og Luis var besti vinstri bakvörðurinn í Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Guðmundur sem segir að Costa verði að haldast heill í vetur.

„Lykillinn er hins vegar að Diego Costa haldist heill heilsu þar sem hvorki Torres né Drogba geta leitt sóknina í marga leiki. Manchester City tekur 2. sætið en þeir verða klárir að hirða titilinn ef Chelsea misstígur sig.“

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.   

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is.






Tengdar fréttir

Komið að því að Arsenal taki titilinn

Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×