Enski boltinn

Draumalið Ólafs Kristjánssonar í enska boltanum í vetur

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Ólafur Kristjánsson þjálfaði áður lið Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson þjálfaði áður lið Breiðabliks. Vísir/Anton
Ólafur Kristjánsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland, er eini íslenski þjálfarinn sem stýrir liði í efstu deild í Evrópu. Ólafur, sem tók við liðinu í júní, hefur byrjað frábærlega með þrjá sigra í fyrstu fjórum leikjunum. Við fengum Ólaf til að velja draumalið sitt í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Ólafur stillir upp í klassísku 4-4-2 leikkerfi með fimm leikmenn frá Manchester City, tvo frá Chelsea, tvo frá Liverpool, einn frá Manchester United og einn frá Everton.

Ólafur er með fjóra Englendinga, tvo Argentínumenn, tvo Belga, Serba, Spánverja og Fílabeinsstrending.

„Þetta er hið ósigrandi FC OK. Varnarlínan er sterk og klárar sig einn á móti einum. Bakverðirnir geta gefið breidd í sóknarleik og hafa mikla hlaupagetu. Miðjan er skapandi með líkamlega sterka leikmenn í hjartanu á miðjunni og sóknarparið er eitrað með hraða Sterlings og útsjónarsemi Agueros," sagði Ólafur.

FC OK

4:4:2 sett upp á völl

Thibaut Courtois  Chelsea

---

Pablo Zabaleta  Man. City

Branislav Ivanovic  Chelsea  

Vincent Kompany  Man. City

Leighton Baines  Everton

---

Adam Lallana  Liverpool

Yaya Toure  Man. City

Wayne Rooney  Man Utd

David Silva  Man. City

---

Raheem Sterling  Liverpool

Sergio Aguero  Man. City

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.   

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×