Enski boltinn

Hver er hann þessi Alexis Sanchez?

Miklar væntingar eru gerðar til Alexis Sanchez á þessu tímabili.
Miklar væntingar eru gerðar til Alexis Sanchez á þessu tímabili. Vísir/Getty
Annað sumarið í röð dustaði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, rykið af lítið notuðu veski sínu og fjárfesti í stórstjörnu fyrir fúlgu fjár.

Í fyrra var það Þjóðverjinn Mesut Özil en nú var það Síle-maðurinn Alexis Sanchez sem var keyptur fyrir sex milljarða.

Stuðningsmenn Arsenal og aðrir aðdáendur enska boltans fengu forsmekk af getu piltsins í leiknum gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn. Sanchez var gríðarlega ógnandi þær 45 mínútur sem hann spilaði og átti sinn þátt í öruggum sigri Arsenal.

Ljóst er að þar er maður á ferð sem getur unnið leiki upp á eigin spýtur og fært Arsenal nær hinu endanlega takmarki, sem er að vinna deildina í fyrsta sinn síðan 2004.

„Frammistaða Sanchez á undanförnum tímabilum hefur stöðugt verið í hæsta gæðaflokki og við hlökkum til að fá hann í liðið,“ sagði Wenger þegar tilkynnt var um kaupin á Síle-manninum.

Og það er kannski ekki furða að Wenger sé glaður. Sanchez skoraði 19 mörk á síðasta tímabili fyrir Barcelona, flest í fjarveru Lionels Messi. Hann lék sér að enska landsliðinu á Wembley í nóvember á síðasta ári þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Og þessi 25 ára leikmaður, sem á að baki leiki með Colo-Colo í Síle, Rive Plate í Argentínu og Udinese á Ítalíu þar sem hann sló fyrst í gegn, er ekki bara hæfileikaríkur með boltann.

„Hann getur spilað allar þrjár sóknarstöðurnar á vellinum, er gríðarlega duglegur í vörn, beinskeyttur og vandaður drengur,“ sagði Pep Guardiola, sem keypti hann til Barcelona árið 2011.

Af þessu má sjá að Arsenal hefur fengið toppleikmann, ekki bara í sóknina heldur líka í vörnina.

Alexis Sanchez...

...er 25 ára gamall

...er frá Chile

...er 1,69 metrar á hæð

...skoraði 19 mörk á síðasta tímabili fyrir Barcelona

....hefur spilað 71 landsleik fyrir Chile og skorað 24 mörk

...hefur verið keyptur fyrir samtals 12 milljarða á ferlinum

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.   

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is.


Tengdar fréttir

Gylfi snýr aftur með Swansea á stóra sviðinu

Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í hádeginu þegar Swansea heimsækir Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir áratug átti íslenskur knattspyrnumaður sviðið í fyrstu umferð á móti United.

Sturridge stígur úr skugga Suárez

Raheem Sterling, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge verða í stóru hlutverki í sóknarleik Liverpool á þessu tímabili í fjarveru Luis Suárez.

Leikmenn City miskunnarlausir á heimavelli

Eins og lömb leidd til slátrunar er líklega orðatiltæki sem á við flesta andstæðinga Manchester City á heimavelli þeirra, Etihad-leikvanginum, í ensku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár.

Lykilatriðið er að fá að spila

Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Gylfi gekk til liðs við Swansea á ný í sumar eftir tvö ár hjá Tottenham en hann hafði fengið nóg af því að sitja á bekknum eða vera út á kanti. Gylfi verður í eldlínunni með Swansea í hádegisleiknum gegn Manchester United.

Costa verður að haldast heill í vetur

Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur.

Hvor er betri: Cech eða Courtois?

Ljóst er að Tékkinn Petr Cech fær mikla samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Chelsea á komandi tímabili frá Belganum unga Thibaut Courtois. Fréttablaðið fékk að vita skoðun landsliðsmarkvarins Gunnleifs Gunnleifssonar á því hver eigi að vera í marki Chelsea á leiktíðinni.

Komið að því að Arsenal taki titilinn

Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×