Ólafur Jóh: Aðstoðarþjálfararnir mínir eru ekki bara keiluberar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2014 10:15 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson. Mynd/Heimasíða Vals Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16
Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06
Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00
Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti