Ólafur Jóh: Aðstoðarþjálfararnir mínir eru ekki bara keiluberar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2014 10:15 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson. Mynd/Heimasíða Vals Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16
Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06
Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00
Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30