Íslenski boltinn

Donni hættir líka hjá Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Jón Sigurðsson og Magnús Gylfason.
Halldór Jón Sigurðsson og Magnús Gylfason. Vísir/Daníel
Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar.

Magnús Gylfason hætti sem þjálfari Valsliðsins í gær og Halldór Jón fylgdi í kjölfarið í dag. Valsmenn enduðu í 5. sæti í Pepsi-deildinni og voru nálægt því að komast í Evrópukeppnina.

„Knattspyrnufélagið Valur og Halldór „Donni" Sigurðsson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu að rifta samningi á milli aðila," sagði í tilkynningu á heimasíðu Vals í morgun.

„Donni hefur undanfarið árið verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla auk þess að sjá um séræfingar á vegum félagsins við góðan orðstír. Valsmenn þakka Donna kærlega fyrir samstarfið og óska honum jafnframt velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni."

Halldór Jón Sigurðsson kom til liðsins síðasta vetur en gerði áður frábæra hluti með Tindastólsliðið. Donni kom Stólunum upp í 1.deildina en Tindastólsliðið náði aðeins í 4 stig út úr 22 leikjum í fyrsta tímabilinu eftir að Halldór Jón fór suður.


Tengdar fréttir

Magnús hættur hjá Val

Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×