Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dusan Tadic lofar góðu.
Dusan Tadic lofar góðu. Vísir/Getty
Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.

Fyrirliðinn Adam Lallana, Dejan Lovren og Rickie Lambert fóru til Liverpool og bakverðirnir ungu Luke Shaw og Calum Chambers til Arsenal og Manchester United. Þá færði argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino sig um set til Tottenham Hotspur.

Nýja þjálfarans, Ronald Koeman, bíður einnig erfitt verkefni að halda Morgan Schneiderlin og Jay Rodriguez hjá Southampton, en sá fyrrnefndi vill ólmur komast frá félaginu.

Koeman hefur fengið þrjá leikmenn til Southampton í sumar; Graziano Pelle, sem Koeman þekkir vel frá tíma þeirra hjá Feyenoord, vinstri bakvörðinn Ryan Bertrand og Serbann Dusan Tadic.

Sá síðastnefndi er spennandi leikmaður á góðum aldri (25 ára). Tadic skoraði 16 mörk og átti 14 stoðsendingar í 33 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra og honum er væntanlega ætlað að fylla skarð Lallana.

Southampton þarf þó að styrkja sig frekar ef ekki á illa að fara í vetur. Fraser Forster, markvörður Celtic, hefur m.a. verið orðaður við liðið.

Komnir:

Dusan Tadic frá FC Twente

Graziano Pelle frá Feyenoord

Ryan Bertrand frá Chelsea (á láni)

Farnir:

Adam Lallana til Liverpool

Rickie Lambert til Liverpool

Dejan Lovren til Liverpool

Luke Shaw til Manchester United

Calum Chambers til Arsenal

Andy Robinson til Bolton

Tom Leggett til Aston Villa

Isaac Nehemie til Aston Villa


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Schneiderlin og Rodriguez orðaðir við Tottenham

Samkvæmt Press Association Sport er Tottenham í viðræðum við Southampton um kaupa á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin og enska sóknarmanninum Jay Rodriguez. Félagið hefur þegar selt sex sterka leikmenn í sumar.

Chambers til Arsenal

Calum Chambers er kominn til Arsenal fyrir 16 milljónir punda.

Southampton og Inter íhuga leikmannaskipti

Samkvæmt ítalska dagblaðinu Gazzetta dello Sport munu Southampton og Internazionale skipta á framherjanum Daniel Osvaldo og miðjumanninum Sapher Taider.

Adam Lallana genginn til liðs við Liverpool

Liverpool hefur gengið frá kaupunum á Adam Lallana frá Southampton en talið er að Liverpool greiði allt að 25 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn.

Arftaki Lamberts fundinn?

Southampton hefur fest kaup á ítalska framherjanum Graziano Pelle frá hollenska liðinu Feyenoord.

Lovren: Metnaðarleysi hjá Southampton

"Klúbburinn hefur sagt að ég sé ekki til sölu en í hausnum mínum er ég á leiðinni til Liverpool,“ segir Dejan Lovren sem er óánægður að forráðamenn Southampton hafi hafnað tilboði Liverpool í hann.

Southampton búið að finna arftaka Shaw

Southampton gekk frá lánssamningi við Ryan Bertrand í kvöld en honum er ætlað að fylla skarð Luke Shaw sem gekk til liðs við Manchester United á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×