Sílemaðurinn Alexis Sanchez hefur gengið til liðs við Arsenal frá Barcelona á Spáni. Talið er að Arsenal greiði um 35 milljónir punda fyrir kappann eða um 6,8 milljarða króna.
Sanchez er 25 ára gamall og skoraði 47 mörk í 141 leik með Barcelona en þangað kom hann frá Udinese á Ítalíu árið 2011.
„Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn til félags sem er með svo frábæran knattspyrnustjóra, góðan leikmannahóp og víðtakan stuðning um allan heim,“ sagði Sanchez í viðtali á heimasíðu Arsenal.
„Ég hlakka til að spila í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við en talið er að Sanchez hafi skrifað undir fjögurra ára samning við Arsenal.
Arsenal staðfesti komu Sanchez

Tengdar fréttir

Sanchez búinn að semja við Arsenal
Fátt getur komið í veg fyrir komu Sanchez til Lundúna.

Sanchez á leið til Arsenal?
Spænska dagblaðið Sport fullyrðir að Alexis Sanchez sé á leið til Arsenal.