Auka viðbúnað vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 vísir/afp Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00