Erlent

Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar

Atli Ísleifsson skrifar
Margot Wallström býr yfir mikilli reynslu á alþjóðavettvangi.
Margot Wallström býr yfir mikilli reynslu á alþjóðavettvangi. Vísir/AFP
Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi jafnaðarmanna, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. Margot Wallström, fyrrverandi framkvæmdastjóri umhverfismála ESB og varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, tekur við embætti utanríkisráðherra af Carl Bildt líkt og búist var við.

Åsa Romson, annar leiðtoga Umhverfisflokksins, verður loftslags- og umhverfisráðherra og varaforsætisráðherra en Gustav Fridolin, hinn leiðtogi Umhverfisflokksins, verður ráðherra menntamála.

Mikilvægustu ráðherraembættin falla í skaut jafnaðarmanna. Þannig er Wallström nýr utanríkisráðherra, Magdalena Andersson nýr fjármálaráðherra og Peter Hultqvist nýr ráðherra varnarmála.

Alls eiga 24 ráðherrar sæti í ríkisstjórn Löfvens, tólf karlar og tólf konur.

Jafnaðarmenn skipa átján ráðherraembætti í minnihlutastjórninni, en Umhverfisflokkurinn sex.

Sjá má allan ráðherralistann í frétt SVT.


Tengdar fréttir

Fasisminn klæðir sig í felubúning

Hægri öfgastjórnmálaflokkar eru í uppgangi víða um Evrópu. Flestir eru þeir andsnúnir innflytjendum, fjölmenningu, alþjóðavæðingu og auknu valdi Evrópusambandsins. Nýlegt dæmi er gott gengi hinna umdeildu Svíþjóðardemókrata.

Skrumskæla sannleikann og ala á ótta

Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur.

Jafnaðarmenn og Moderaterna orðnir of líkir

Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar gagnrýnir Jafnaðarmannaflokkinn sem hann leiddi á árunum 1996 til 2007 í viðtalsþætti sænska sjónvarpsins sem sýndur verður í kvöld.

Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens

Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðardemókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×