Erlent

Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi

Atli Ísleifsson skrifar
Svíþjóðardemókrata hlutu 13 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í Svíþjóð í síðasta mánuði og er flokkurinn nú sá þriðji stærsti á þingi.
Svíþjóðardemókrata hlutu 13 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í Svíþjóð í síðasta mánuði og er flokkurinn nú sá þriðji stærsti á þingi. Vísir/AFP
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, tilkynnti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. Ástæðuna segir hann vera að hann sé útbrunninn eftir annasama síðustu mánuði.

„Nú þegar þingkosningarnar eru búnar hef ég fengið rúm til að lenda og hugsa. Líðanin er ekki svo góð líkt og hún ætti að vera eftir svo góðan árangur. Þvert á móti, mér líður illa,“ segir Åkesson.

Þingflokksformaðurinn Mattias Karlsson mun tímabundið taka við leiðtogahlutverkinu í flokknum. „Það verður hann sem mun koma fram í leiðtogaumræðum og þannig háttar,“ segir Henrik Vinge, talsmaður Svíþjóðardemókrata.

Svíþjóðardemókrata hlutu 13 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í Svíþjóð í síðasta mánuði og er flokkurinn nú sá þriðji stærsti á þingi.

Kjörnir fulltrúar Svíþjóðardemókrata segjast í samtali við Aftonbladet sýna því fullan skilning að Åkesson þurfi á hvíld að halda þar sem kosningar til Evrópuþings í maí og svo til sænska þingsins í síðasta mánuði hafi reynt mjög á Åkesson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×