Erlent

Formaðurinn þjáist af kulnun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Åkesson man lítið eftir kosningabaráttunni.
Åkesson man lítið eftir kosningabaráttunni.
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust.

Karlsson kveðst reiðubúinn að taka við formennsku í flokknum til framtíðar verði hann beðinn um það en skiptar skoðanir eru um hæfni hans, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×