Fótbolti

Níu breytingar á byrjunarliði Íslands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ögmundur Kristinsson stendur vaktina í markinu.
Ögmundur Kristinsson stendur vaktina í markinu. vísir/stefán
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, gera miklar breytingar á byrjunarliðinu sem mætir Belgíu klukkan 19.45 í vináttulandsleik í kvöld.

Aðeins Ragnar Sigurðsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eru í byrjunarliðinu af þeim sem hafa byrjað síðustu þrjá leiki liðsins í undankeppni EM 2016 en nýliðinn Hörður Björgvin Magnússon, sem leikur með Cesena á Ítalíu, fær tækifæri í kvöld.

Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson spila saman í sókn Íslands og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason koma inn á kantana. Helgi Valur Daníelsson er með Aroni Einari á miðjunni.

Hallgrímur Jónasson spilar við hlið Ragnars í vörninni en bakverðir eru þeir Birkir Már Sævarsson og nýliðinn Hörður Björgvin Magnússon. Ögmundur Kristinsson fær svo tækifærið í markinu í stað Hannesar Þórs Halldórssonar.

Sölvi Geir Ottesen hefur verið að glíma við meiðsli í baki síðustu daga og byrjar ekki í kvöld. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason sem veiktist aðfaranótt þriðjudags.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður

Ögmundur Kristinsson

Hægri bakvörður

Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður

Hörður Björgvin Magnússon

Miðverðir

Hallgrímur Jónasson og Ragnar Sigurðsson

Hægri kantmaður

Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

Jóhann Berg Guðmundsson

Tengiðilir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Helgi Valur Daníelsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson


Tengdar fréttir

Ólafur Ingi klár í slaginn

Fékk sólarhringspest aðfaranótt þriðjudags en getur spilað gegn Belgíu í kvöld.

Fær afhent listaverk á landsleiknum gegn Belgum

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni og fyrrum landsliðsmaður Íslands, verður heiðursgestur á landsleik Belga og Íslendinga í Brussel í kvöld.

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×