Fótbolti

Ragnar: Tek bekkjarsetunni eins og maður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, leikmaður Krasnodar í Rússlandi, segist ánægður með félagsliði sínu og að ekkert ósætti hafi komið upp við þjálfara sinn þar þó svo að hann hafi nýlega verið settur á bekkinn.

„Það var bara í einum leik, þannig séð, þar sem ég fékk hvíld í öðrum þar sem ég var á bekknum. En eftir 5-1 tapið fyrir Wolfsburg í Evrópudeildinni taldi þjálfarinn greinilega að það hafi verið meira mér að kenna en öðrum.“

„Ég tek því eins og maður og er ekkert ósætti við þjálfarann. Þetta var bara einn leikur og ég ætla því að halda ró minni yfir þessu og sjá hvernig þetta muni þróast. Annars líkar mér ágætlega hjá félaginu,“ sagði Ragnar.

Fregnir af því að staðið hafi á launagreiðslum til leikmanna liða í rússnesku úrvalsdeildinni eiga ekki við um Krasnodar að sögn Ragnars. „Það er ekkert slíkt í gangi hjá þessum klúbbi og verður aldrei,“ sagði hann.

Gengi Krasnodar hefur verið misjafnt á tímabilinu til þessa. Liðinu gengur vel í deildinni þar sem það er í þriðja sæti og einu stigi á eftir stórliði CSKA Moskvu. Hins vegar hefur liðið ekki enn unnið leik í Evrópudeildinni og er í neðsta sæti H-riðils með tvö stig.

„Einu vonbrigðin í deildinni til þessa voru að missa niður 2-0 forystu gegn [toppliði] Zenit og tapa fyrir nýliðum á heimavelli. En gengið í Evrópudeildinni hafa klárlega verið okkur vonbrigði,“ segir hann.

„Við áttum að vinna fyrstu tvo leikina okkar, gegn Lille á útivelli og Everton heima, en eftir það hefur það bara versnað.“

Honum líkar vistin vel í Krasnodar sem er ekki langt frá Svartahafi, rétt austan við landamærin við Úkraínu. „Ég bý í fínu húsi með kærustunni minni og við höfum það bara gott. Það eru flottir veitingastaðir í borginni og þetta er bara kósí - vídeó og chill á kvöldin.“

Hann segist vera í góðu standi fyrir leikinn í Belgíu í kvöld þó svo að leikjaálag síðustu vikna hafi verið farið að segja til sín. „Liðið hefur verið að spila þrjá leiki í viku síðustu vikurnar og því leit ég á bekkjarsetuna sem góða hvíld. Við vitum ekki hvernig byrjunarliði verður hjá okkur gegn Belgíu en ég vonast til að spila að minnsta kosti í hálftíma.“


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur

Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×