Höfuðborg Sierra Leóne eins og draugabær Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2014 17:53 Stræti Freetown eru auð. VÍSIR/AFP Þriggja daga útgöngubann hófst í Síerra Leóne í gær til þess að sporna við útbreiðslu Ebólu-vírussins sem hefur leikið vesturströnd Afríku grátt á undanförnum mánuðum. Forseti landsins, Ernest Bai Koroma, hvatti íbúa landsins til þess að hlíta aðgerðunum í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar. Stræti höfuðborgarinnar, Freetown, sem iðulega iða af lífi voru auð þegar fréttamenn bar að garði og brynvörðum bílum hafði verið lagt til þess að hindra mögulega umferð um götur borgarinnar. Viðvaranir eru spilaðar látlaust í útvarpi þar sem fólk er minnt á hættur ebólunnar og því skipað að halda sig innandyra. „Í dag eru líf okkar allra að veði en við munum komast í gegnum þetta ef við einungis fylgjum fyrirmælunum,“ sagði Koroma í ávarpi sínu á fimmtudag. „Þetta eru óvenjulegir tímar og óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra úrlausna.“ Alls hafa rúmlega 5300 Afríkubúa smitast af veirunni í ár og þar af hafa 2630 fallið af hennar völdum. Það gerir núverandi faraldur að þeim skaðlegasta í sögunni. Þar af hafa 562 látið lífið í Sierra Leóne og reyna nú um 30 þúsund heilbrigðisstarfsmenn að heimsækja öll heimil landsins til að fræða þjóðina um hættur veirunnar. 6 milljónir búa í Síerra Leóne og er markmiðið að klára verkið á einungis þremur dögum. Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði á fimmtudag að heimurinn yrði að taka við sér. Alþjóðastuðningur væri nauðsynlegur við þær 22 milljónir í Vestur-Afríku sem orðið hafa hvað verst úti í faraldrinum. Hann hafi gjörsamlega eyðilagt líf, samfélög og innviði fólks. Þá ályktaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að setja á ferðabann og loka landamærum Gíneu, Sierra Leone og Líberíu. Telur ráðið nauðsynlegt að grípa í taumana eins fljótt og auðið er. Barack Obama lýsti faraldrinum jafnframt sem ógn við heimsöryggi og lýsti því yfir að Bandaríkjaher hygðist senda þrjú þúsund hermenn til heimshlutans til aðstoðar. Þar að auki muni Bandaríkin taka þátt í byggingu nýrra heilsugæslustöðva í hrjáðum löndu Tengdar fréttir Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir. 19. september 2014 08:00 Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Þriggja daga útgöngubann hófst í Síerra Leóne í gær til þess að sporna við útbreiðslu Ebólu-vírussins sem hefur leikið vesturströnd Afríku grátt á undanförnum mánuðum. Forseti landsins, Ernest Bai Koroma, hvatti íbúa landsins til þess að hlíta aðgerðunum í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar. Stræti höfuðborgarinnar, Freetown, sem iðulega iða af lífi voru auð þegar fréttamenn bar að garði og brynvörðum bílum hafði verið lagt til þess að hindra mögulega umferð um götur borgarinnar. Viðvaranir eru spilaðar látlaust í útvarpi þar sem fólk er minnt á hættur ebólunnar og því skipað að halda sig innandyra. „Í dag eru líf okkar allra að veði en við munum komast í gegnum þetta ef við einungis fylgjum fyrirmælunum,“ sagði Koroma í ávarpi sínu á fimmtudag. „Þetta eru óvenjulegir tímar og óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra úrlausna.“ Alls hafa rúmlega 5300 Afríkubúa smitast af veirunni í ár og þar af hafa 2630 fallið af hennar völdum. Það gerir núverandi faraldur að þeim skaðlegasta í sögunni. Þar af hafa 562 látið lífið í Sierra Leóne og reyna nú um 30 þúsund heilbrigðisstarfsmenn að heimsækja öll heimil landsins til að fræða þjóðina um hættur veirunnar. 6 milljónir búa í Síerra Leóne og er markmiðið að klára verkið á einungis þremur dögum. Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði á fimmtudag að heimurinn yrði að taka við sér. Alþjóðastuðningur væri nauðsynlegur við þær 22 milljónir í Vestur-Afríku sem orðið hafa hvað verst úti í faraldrinum. Hann hafi gjörsamlega eyðilagt líf, samfélög og innviði fólks. Þá ályktaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að setja á ferðabann og loka landamærum Gíneu, Sierra Leone og Líberíu. Telur ráðið nauðsynlegt að grípa í taumana eins fljótt og auðið er. Barack Obama lýsti faraldrinum jafnframt sem ógn við heimsöryggi og lýsti því yfir að Bandaríkjaher hygðist senda þrjú þúsund hermenn til heimshlutans til aðstoðar. Þar að auki muni Bandaríkin taka þátt í byggingu nýrra heilsugæslustöðva í hrjáðum löndu
Tengdar fréttir Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir. 19. september 2014 08:00 Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15
Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir. 19. september 2014 08:00
Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38
Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00
1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01