Erlent

Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi

vísir/afp
Sameinuðu þjóðirnar lýstu í gær ebólufaraldrinum sem ógn við alþjóðlegt öryggi og frið. Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir.

Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að heimurinn yrði að taka við sér. Alþjóðastuðningur væri nauðsynlegur við þær 22 milljónir í Vestur-Afríku sem orðið hafa hvað verst úti í faraldrinum. Hann hafi gjörsamlega eyðilagt líf, samfélög og innviði fólks.

Þá ályktaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að setja á ferðabann og loka landamærum Gíneu, Sierra Leone og Líberíu. Telur ráðið nauðsynlegt að grípa í taumana eins fljótt og auðið er.

Barack Obama lýsti faraldrinum jafnframt sem ógn við heimsöryggi og lýsti því yfir að Bandaríkjaher hygðist senda þrjú þúsund hermenn til heimshlutans til aðstoðar. Þar að auki muni Bandaríkin taka þátt í byggingu nýrra heilsugæslustöðva í hrjáðum löndum.


Tengdar fréttir

SÞ þurfa rúman milljarð dala gegn ebólu

"Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð.“

Auka viðbúnað vegna ebólu

Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×