Spennuþrunginn dagur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. september 2014 07:45 Sjálfstæðissinnar hafa verið í miklum ham undanfarna daga og vikur. fréttablaðið/AP Mikill áhugi er meðal Skota á kosningunum í dag um sjálfstæði landsins. Reikna má með því að kosningaþátttakan verði með mesta móti, en alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku. Sitt sýnist samt hverjum og tilfinningarnar hafa magnast upp síðustu dagana. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Skotlands sjá fram á að draumurinn geti loksins ræst, en margir geta varla til þess hugsað að segja skilið við Bretland. „Ég vil ekki búa í landi þjóðernissinna,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cathy Chance, sem starfar hjá bresku heilbrigðisþjónustunni í Edinborg. Hún segist staðráðin í að flytja burt fari svo að sjálfstæði verði samþykkt: „Ég held að veröldin þurfi ekki ein pólitísku landamærin til viðbótar.“ Roisin McLaren, háskólanemi í Edinborg, sem tekið hefur þátt í baráttu sjálfstæðissinna, segist í fyrsta sinn vera farin að trúa því að sjálfstæði geti orðið að veruleika.„Fjölskylda mín hefur lengi barist fyrir sjálfstæði en það hefur alltaf verið fjarlægur draumur,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en núna á síðustu dögum sem þetta virðist mögulegt, innan seilingar. Ég get næstum því bragðað á því.“ Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið áberandi í baráttunni gegn sjálfstæði. Hann er skoskur sjálfur og hefur mætt á hvern baráttufundinn á fætur öðrum síðustu daga og vikur. „Þetta verður enginn aðskilnaður til reynslu,“ sagði hann á þriðjudaginn. „Þetta verður óhjákvæmilega subbulegur og dýr og dýrkeyptur og erfiður skilnaður.“ Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, er hins vegar í skýjunum þótt enginn geti fullyrt á hvorn veginn fari. Hann gagnrýnir bresku stjórnina fyrir að spila á síðustu stundu út loforði um að Skotar fái meira sjálfstæði, þótt þeir kjósi gegn sjálfstæði. „Þetta örvæntingarfulla tilboð um ekki neitt á síðustu stundu á ekki eftir að fá fólk í Skotlandi ofan af því að grípa þetta mikla tækifæri um að taka framtíð Skotlands í hendur Skotlands sjálfs,“ sagði hann á þriðjudaginn. Skoðanakannanir hjálpa ekkert við að draga úr óvissunni, því þær sýna enn að afar mjótt verði á mununum. Nei-hliðin hefur að vísu nokkurra prósenta forskot í flestum skoðanakönnunum, en munurinn er engan veginn nógu afgerandi. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en líða tekur á næstu nótt, en óhætt er að segja að biðin eftir þeim verði spennu þrungin. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Mikill áhugi er meðal Skota á kosningunum í dag um sjálfstæði landsins. Reikna má með því að kosningaþátttakan verði með mesta móti, en alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku. Sitt sýnist samt hverjum og tilfinningarnar hafa magnast upp síðustu dagana. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Skotlands sjá fram á að draumurinn geti loksins ræst, en margir geta varla til þess hugsað að segja skilið við Bretland. „Ég vil ekki búa í landi þjóðernissinna,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cathy Chance, sem starfar hjá bresku heilbrigðisþjónustunni í Edinborg. Hún segist staðráðin í að flytja burt fari svo að sjálfstæði verði samþykkt: „Ég held að veröldin þurfi ekki ein pólitísku landamærin til viðbótar.“ Roisin McLaren, háskólanemi í Edinborg, sem tekið hefur þátt í baráttu sjálfstæðissinna, segist í fyrsta sinn vera farin að trúa því að sjálfstæði geti orðið að veruleika.„Fjölskylda mín hefur lengi barist fyrir sjálfstæði en það hefur alltaf verið fjarlægur draumur,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en núna á síðustu dögum sem þetta virðist mögulegt, innan seilingar. Ég get næstum því bragðað á því.“ Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið áberandi í baráttunni gegn sjálfstæði. Hann er skoskur sjálfur og hefur mætt á hvern baráttufundinn á fætur öðrum síðustu daga og vikur. „Þetta verður enginn aðskilnaður til reynslu,“ sagði hann á þriðjudaginn. „Þetta verður óhjákvæmilega subbulegur og dýr og dýrkeyptur og erfiður skilnaður.“ Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, er hins vegar í skýjunum þótt enginn geti fullyrt á hvorn veginn fari. Hann gagnrýnir bresku stjórnina fyrir að spila á síðustu stundu út loforði um að Skotar fái meira sjálfstæði, þótt þeir kjósi gegn sjálfstæði. „Þetta örvæntingarfulla tilboð um ekki neitt á síðustu stundu á ekki eftir að fá fólk í Skotlandi ofan af því að grípa þetta mikla tækifæri um að taka framtíð Skotlands í hendur Skotlands sjálfs,“ sagði hann á þriðjudaginn. Skoðanakannanir hjálpa ekkert við að draga úr óvissunni, því þær sýna enn að afar mjótt verði á mununum. Nei-hliðin hefur að vísu nokkurra prósenta forskot í flestum skoðanakönnunum, en munurinn er engan veginn nógu afgerandi. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en líða tekur á næstu nótt, en óhætt er að segja að biðin eftir þeim verði spennu þrungin.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira