Erlent

Sambandsinnar líklegir sigurvegarar í Skotlandi

Heimir Már Pétursson skrifar
Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að sambandssinnar í Skotlandi muni bera sigur úr bítum í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands sem fram fer næstkomandi fimmtudag. Tony Blair segir skynsamlegast að Skotar verði áfram hluti af Stóra Bretlandi.

Sambandssinnar hafa lengst af haft nokkra forystu í skoðanakönnunum í Skotlandi frá því aðskilnaðarsinnar hófu fyrir fyrir alvöru baráttu sína fyrir sjálfstæði Skotlands með þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer hinn 18. september.

Vonir sjálfstæðissinna glæddust þó þegar Times birti nýlega könnun þar sem um 51 prósent sögðust ætla að greiða atkvæði með sjálfstæði. En kannanir eru aftur farnar að sýna sambandssinna í meirihluta. Þannig bendir könnun breska dagblaðsins Guardian, sem birt var í gær, til þess að sambandssinnar hafi nú 51 prósenta fylgi ef eingöngu þeir sem taka afstöðu eru taldir með og önnur könnun sýnir sambandssinna með 54 prósent og sjálfstæðissinna með 46 prósent.

„Ég vona auðvitað að Skotar kjósi að vera áfram hluti af Bretlandi. Þau rök sem flokksleiðtogar hafa sett fram á 21. öldinni um að rifta bandalagi landa okkar hafa ekki verið skynsamleg hvort sem er í pólitísku, efnahagslegu  og jafnvel tilfinningalegu tilliti,“ sagði Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ráðstefnu í Úkraínu í dag.

En sjálfstæðissinnar neita þó að gefa upp vonina og ætla að berjast fram á kjördag. Angus Robertson, einn leiðtoga sjálfstæðissinna og þingmaður Skoska þjóðarflokksins, hefur komið hingað til lands og vill efla samskipti Íslendinga og Skota.

„Eitt er víst að kjörsókn mun slá öll met. Hún verður mjög mikil. Margir sem mæta venjulega ekki á kjörstað munu kjósa. Þeir treysta ekki stjórnmálaflokkum til að efna kosningaloforð sín. Ég tel mjög ólíklegt að þetta fólk muni segja nei í kosningunum. Hví skyldi það vilja viðhalda stjórnmálakerfi  sem hefur brugðist því svo herfilega sem raun ber vitni,“ segir Robertson.


Tengdar fréttir

Samantekt um Skotland: Þurfa að gera upp hug sinn

Skotar standa nú frammi fyrir því að þurfa innan fárra daga að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíðina. Kostirnir eru aðeins tveir: Að stofna sjálfstætt ríki með þeirri óvissu sem því fylgir eða láta bresku stjórnina sjá um hlutina áfram.

Opinn fundur um valkosti Skota

Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“.

53 prósent hafna sjálfstæði

Skotar munu í næstu viku ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt.

Skotland verður aldrei eins og áður

Angus Robertson einn leiðtoga sjálfstæðissinna í Skotlandi segir að hvernig sem úrslit verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði muni staða Skotlands gerbreytast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×