Sambandsinnar líklegir sigurvegarar í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 19:21 Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að sambandssinnar í Skotlandi muni bera sigur úr bítum í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands sem fram fer næstkomandi fimmtudag. Tony Blair segir skynsamlegast að Skotar verði áfram hluti af Stóra Bretlandi. Sambandssinnar hafa lengst af haft nokkra forystu í skoðanakönnunum í Skotlandi frá því aðskilnaðarsinnar hófu fyrir fyrir alvöru baráttu sína fyrir sjálfstæði Skotlands með þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer hinn 18. september. Vonir sjálfstæðissinna glæddust þó þegar Times birti nýlega könnun þar sem um 51 prósent sögðust ætla að greiða atkvæði með sjálfstæði. En kannanir eru aftur farnar að sýna sambandssinna í meirihluta. Þannig bendir könnun breska dagblaðsins Guardian, sem birt var í gær, til þess að sambandssinnar hafi nú 51 prósenta fylgi ef eingöngu þeir sem taka afstöðu eru taldir með og önnur könnun sýnir sambandssinna með 54 prósent og sjálfstæðissinna með 46 prósent. „Ég vona auðvitað að Skotar kjósi að vera áfram hluti af Bretlandi. Þau rök sem flokksleiðtogar hafa sett fram á 21. öldinni um að rifta bandalagi landa okkar hafa ekki verið skynsamleg hvort sem er í pólitísku, efnahagslegu og jafnvel tilfinningalegu tilliti,“ sagði Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ráðstefnu í Úkraínu í dag. En sjálfstæðissinnar neita þó að gefa upp vonina og ætla að berjast fram á kjördag. Angus Robertson, einn leiðtoga sjálfstæðissinna og þingmaður Skoska þjóðarflokksins, hefur komið hingað til lands og vill efla samskipti Íslendinga og Skota. „Eitt er víst að kjörsókn mun slá öll met. Hún verður mjög mikil. Margir sem mæta venjulega ekki á kjörstað munu kjósa. Þeir treysta ekki stjórnmálaflokkum til að efna kosningaloforð sín. Ég tel mjög ólíklegt að þetta fólk muni segja nei í kosningunum. Hví skyldi það vilja viðhalda stjórnmálakerfi sem hefur brugðist því svo herfilega sem raun ber vitni,“ segir Robertson. Tengdar fréttir Stuðningur við sjálfstætt Skotland dalar Samkvæmt nýjustu könnun YouGov hefur stuðningurinn við sjálfstætt Skotland heldur dalað síðustu daga, eða um þrjú prósent. 12. september 2014 07:18 Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Baldur Þórhallsson prófessor segir að Skotar muni líta til Norðurlanda í nýrri utanríkisstefnu, verði Skoski þjóðarflokkurinn áfram við völd í sjálfstæðu Skotlandi. 10. september 2014 11:28 Samantekt um Skotland: Þurfa að gera upp hug sinn Skotar standa nú frammi fyrir því að þurfa innan fárra daga að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíðina. Kostirnir eru aðeins tveir: Að stofna sjálfstætt ríki með þeirri óvissu sem því fylgir eða láta bresku stjórnina sjá um hlutina áfram. 13. september 2014 10:00 Bankar flytja höfuðstöðvar sínar kjósi Skotar sjálfstæði Framkvlmdastjóri RBS segir þó að ekki standi til að flytja störf eða aðra starfsemi. 11. september 2014 14:04 Opinn fundur um valkosti Skota Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. 10. september 2014 11:19 53 prósent hafna sjálfstæði Skotar munu í næstu viku ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt. 11. september 2014 07:00 Skotland verður aldrei eins og áður Angus Robertson einn leiðtoga sjálfstæðissinna í Skotlandi segir að hvernig sem úrslit verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði muni staða Skotlands gerbreytast. 12. september 2014 20:02 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að sambandssinnar í Skotlandi muni bera sigur úr bítum í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands sem fram fer næstkomandi fimmtudag. Tony Blair segir skynsamlegast að Skotar verði áfram hluti af Stóra Bretlandi. Sambandssinnar hafa lengst af haft nokkra forystu í skoðanakönnunum í Skotlandi frá því aðskilnaðarsinnar hófu fyrir fyrir alvöru baráttu sína fyrir sjálfstæði Skotlands með þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer hinn 18. september. Vonir sjálfstæðissinna glæddust þó þegar Times birti nýlega könnun þar sem um 51 prósent sögðust ætla að greiða atkvæði með sjálfstæði. En kannanir eru aftur farnar að sýna sambandssinna í meirihluta. Þannig bendir könnun breska dagblaðsins Guardian, sem birt var í gær, til þess að sambandssinnar hafi nú 51 prósenta fylgi ef eingöngu þeir sem taka afstöðu eru taldir með og önnur könnun sýnir sambandssinna með 54 prósent og sjálfstæðissinna með 46 prósent. „Ég vona auðvitað að Skotar kjósi að vera áfram hluti af Bretlandi. Þau rök sem flokksleiðtogar hafa sett fram á 21. öldinni um að rifta bandalagi landa okkar hafa ekki verið skynsamleg hvort sem er í pólitísku, efnahagslegu og jafnvel tilfinningalegu tilliti,“ sagði Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ráðstefnu í Úkraínu í dag. En sjálfstæðissinnar neita þó að gefa upp vonina og ætla að berjast fram á kjördag. Angus Robertson, einn leiðtoga sjálfstæðissinna og þingmaður Skoska þjóðarflokksins, hefur komið hingað til lands og vill efla samskipti Íslendinga og Skota. „Eitt er víst að kjörsókn mun slá öll met. Hún verður mjög mikil. Margir sem mæta venjulega ekki á kjörstað munu kjósa. Þeir treysta ekki stjórnmálaflokkum til að efna kosningaloforð sín. Ég tel mjög ólíklegt að þetta fólk muni segja nei í kosningunum. Hví skyldi það vilja viðhalda stjórnmálakerfi sem hefur brugðist því svo herfilega sem raun ber vitni,“ segir Robertson.
Tengdar fréttir Stuðningur við sjálfstætt Skotland dalar Samkvæmt nýjustu könnun YouGov hefur stuðningurinn við sjálfstætt Skotland heldur dalað síðustu daga, eða um þrjú prósent. 12. september 2014 07:18 Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Baldur Þórhallsson prófessor segir að Skotar muni líta til Norðurlanda í nýrri utanríkisstefnu, verði Skoski þjóðarflokkurinn áfram við völd í sjálfstæðu Skotlandi. 10. september 2014 11:28 Samantekt um Skotland: Þurfa að gera upp hug sinn Skotar standa nú frammi fyrir því að þurfa innan fárra daga að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíðina. Kostirnir eru aðeins tveir: Að stofna sjálfstætt ríki með þeirri óvissu sem því fylgir eða láta bresku stjórnina sjá um hlutina áfram. 13. september 2014 10:00 Bankar flytja höfuðstöðvar sínar kjósi Skotar sjálfstæði Framkvlmdastjóri RBS segir þó að ekki standi til að flytja störf eða aðra starfsemi. 11. september 2014 14:04 Opinn fundur um valkosti Skota Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. 10. september 2014 11:19 53 prósent hafna sjálfstæði Skotar munu í næstu viku ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt. 11. september 2014 07:00 Skotland verður aldrei eins og áður Angus Robertson einn leiðtoga sjálfstæðissinna í Skotlandi segir að hvernig sem úrslit verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði muni staða Skotlands gerbreytast. 12. september 2014 20:02 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Stuðningur við sjálfstætt Skotland dalar Samkvæmt nýjustu könnun YouGov hefur stuðningurinn við sjálfstætt Skotland heldur dalað síðustu daga, eða um þrjú prósent. 12. september 2014 07:18
Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Baldur Þórhallsson prófessor segir að Skotar muni líta til Norðurlanda í nýrri utanríkisstefnu, verði Skoski þjóðarflokkurinn áfram við völd í sjálfstæðu Skotlandi. 10. september 2014 11:28
Samantekt um Skotland: Þurfa að gera upp hug sinn Skotar standa nú frammi fyrir því að þurfa innan fárra daga að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíðina. Kostirnir eru aðeins tveir: Að stofna sjálfstætt ríki með þeirri óvissu sem því fylgir eða láta bresku stjórnina sjá um hlutina áfram. 13. september 2014 10:00
Bankar flytja höfuðstöðvar sínar kjósi Skotar sjálfstæði Framkvlmdastjóri RBS segir þó að ekki standi til að flytja störf eða aðra starfsemi. 11. september 2014 14:04
Opinn fundur um valkosti Skota Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. 10. september 2014 11:19
53 prósent hafna sjálfstæði Skotar munu í næstu viku ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt. 11. september 2014 07:00
Skotland verður aldrei eins og áður Angus Robertson einn leiðtoga sjálfstæðissinna í Skotlandi segir að hvernig sem úrslit verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði muni staða Skotlands gerbreytast. 12. september 2014 20:02