Opinn fundur um valkosti Skota Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2014 11:19 Alyson Bailes og Baldur Þórhallsson visir/stefán Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eins klukkustund. Þann 18. september kjósa íbúar Skotlands um það hvort ríkið öðlist sjálfstæði, en atkvæðagreiðslan varð að veruleika eftir baráttu skoska þjóðarflokksins. Kjósi Skotar sjálfstæði verður til nýtt ríki með um fimm milljónir íbúa. Það verður þá eitt af ríkjum Norður-Evrópu sem kalla má smáríki, ásamt Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Á fundinum verður meðal annars farið yfir hvort sjálfstætt Skotland yrði að leita eftir náinni samvinnu við nágrannaríki og móta sína eigin utanríkisstefnu til þess að geta tekið virkan þátt í alþjóðasamstarfi. Auk þess yrði Skotland að endurskilgreina tengsl sín við NATO, Evrópusambandið og aðrar stofnanir. Forysta skoska þjóðarflokksins hefur heitið því að vinna náið með Norðurlöndunum og nýta sér þeirra reynslu af virkri þátttöku í alþjóðasamfélaginu. Skoðanakannanir í Skotlandi sýna að fleiri ætla sér að kjósa nei og vilja halda áfram að vera hluti af Bretlandi. Á fundinum mun Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, útskýra bakgrunn umræðunnar um sjálfstæði Skotlands og fjalla um helstu málefni kosningarbaráttunnar og möguleg úrslit atkvæðagreiðslunnar. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um Skotland sem mögulegt nýtt smáríki, stöðu þess í Evrópu og ræða um mikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum sem sjálfstætt Skotland yrði að taka ef sjálfstæðissinnar bera sigur úr býtum. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eins klukkustund. Þann 18. september kjósa íbúar Skotlands um það hvort ríkið öðlist sjálfstæði, en atkvæðagreiðslan varð að veruleika eftir baráttu skoska þjóðarflokksins. Kjósi Skotar sjálfstæði verður til nýtt ríki með um fimm milljónir íbúa. Það verður þá eitt af ríkjum Norður-Evrópu sem kalla má smáríki, ásamt Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Á fundinum verður meðal annars farið yfir hvort sjálfstætt Skotland yrði að leita eftir náinni samvinnu við nágrannaríki og móta sína eigin utanríkisstefnu til þess að geta tekið virkan þátt í alþjóðasamstarfi. Auk þess yrði Skotland að endurskilgreina tengsl sín við NATO, Evrópusambandið og aðrar stofnanir. Forysta skoska þjóðarflokksins hefur heitið því að vinna náið með Norðurlöndunum og nýta sér þeirra reynslu af virkri þátttöku í alþjóðasamfélaginu. Skoðanakannanir í Skotlandi sýna að fleiri ætla sér að kjósa nei og vilja halda áfram að vera hluti af Bretlandi. Á fundinum mun Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, útskýra bakgrunn umræðunnar um sjálfstæði Skotlands og fjalla um helstu málefni kosningarbaráttunnar og möguleg úrslit atkvæðagreiðslunnar. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um Skotland sem mögulegt nýtt smáríki, stöðu þess í Evrópu og ræða um mikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum sem sjálfstætt Skotland yrði að taka ef sjálfstæðissinnar bera sigur úr býtum. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson, sagnfræðingur.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira