Erlent

Stuðningur við sjálfstætt Skotland dalar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Spennandi þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi verður haldin eftir tæpa viku.
Spennandi þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi verður haldin eftir tæpa viku. ap
Samkvæmt nýjustu könnun YouGov, einu helsta greiningafyrirtæki Bretlandseyja, hefur stuðningurinn við sjálfstætt Skotland heldur dalað síðustu daga, eða um þrjú prósent á milli kannana.

Nýja könnunin sem gerð var fyrir dagblöðin Times og Sun sýnir að 52 prósent aðspurðra vilja ekki að Skotar fái sjálfstæði en 48 prósent eru á öndverðum meiði. Í þessum tölum er búið að draga frá þá sem segjast óákveðnir. YouGov var einmitt sá greiningaraðili sem fyrstur kom með könnun í síðustu viku sem sýndi sjálfstæðissinna í meirihluta, en Skotar kjósa um framtíð sína á fimmtudaginn kemur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×