Erlent

53 prósent hafna sjálfstæði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Skotar munu í næstu viku ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt. Nýjustu skoðanakannanir þar í landi benda til þess að ekki sé marktækur munur á fylgi sjálfstæðissinna og sambandssinna og ríkir því mikil spenna þar í landi.

Þúsund greiddu atkvæði í skoðanakönnuninni og leiddi hún í ljós að 53 prósent höfnuðu sjálfstæði á meðan 47 prósent voru fylgjandi því. Stjórnmálaskýrendur benda þó á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.

Allir þrír leiðtogar stærstu flokkanna í Bretlandi eru nú í Edinborg og reyna hvað þeir geta til að telja Skota á að segja nei við sjálfstæði. 

Gengið verður að kjörborðinu hinn 18.september næstkomandi en Skotland hefur verið hluti af Bretlandi með takmarkaða sjálfsstjórn í rúm 300 ár eða frá árinu 1707.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×