Enski boltinn

Sturridge meiddist á æfingu enska landsliðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Daniel Sturridge á æfingu enska landsliðsins í dag.
Daniel Sturridge á æfingu enska landsliðsins í dag. Vísir/getty
Daniel Sturridge, leikmaður enska landsliðsins og Liverpool, neyddist til þess að hætta á æfingu enska landsliðsins í dag vegna meiðsla.

Ljóst er að um er að ræða gríðarlegt áfall fyrir Liverpool en Sturridge hefur verið liðinu gríðarlega mikilvægur síðan hann gekk til liðs við Liverpool fyrir 18 mánuðum síðan.

Liverpool seldi Luis Suárez fyrr í sumar en fékk til liðs við sig þá Rickie Lambert og Mario Balotelli og gætu þeir þurft að bera upp sóknarleik Liverpool í næstu leikjum.

Sturridge staðfesti á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann myndi missa af leik Englands og Sviss sem fer fram í næstu viku en hann lofaði stuðningsmönnum Liverpool að hann myndi gera hvað sem hann gæti til þess að snúa aftur sem fyrst.

Uppfært: London Evening Standard sem greindi frá því í kvöld að Sturridge yrði frá út árið hefur dregið söguna til baka en talið er að Sturridge verði frá næstu 2-3 vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×