Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 14:00 Stuðningsmaður Keflavíkur gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Tonnys Mawejje í fyrra. vísir/daníel Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43
Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47
Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00
Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46
Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14