Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 14:00 Stuðningsmaður Keflavíkur gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Tonnys Mawejje í fyrra. vísir/daníel Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43
Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47
Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00
Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46
Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14