Íslenski boltinn

„Kynþáttafordómar verða aldrei umbornir“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nettóvöllurinn í Keflavík.
Nettóvöllurinn í Keflavík.
Knattspyrnudeild Keflavíkur vill koma því á framfæri að kynþáttafordómar verði aldrei umbornir hjá félaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu deildarinnar sem Fótbolti.net birti fyrir stundu.

Tilefni yfirlýsingarinnar er myndband frá viðureign Keflavíkur og ÍBV á dögunum. Þar virðist sem Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV, hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hendi áhorfanda á svæðinu. Myndbandið má sjá hér.

Yfirlýsingu Keflvíkinga má sjá í heild sinni hér að neðan:

„Í ljósi umræðu sem skapast hefur um atvik sem átti sér stað í leik Keflavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla þá vill Knattspyrnudeild Keflavíkur koma því á framfæri að kynþáttafordómar verða aldrei umbornir hjá félaginu. Komi það í ljós að stuðningsmaður félagsins hafi haft uppi ósæmandi orðbragð sem beindist að leikmanni ÍBV verður tekið á málinu af fullum þunga innan félagsins og í samráði við KSÍ.

f.h. knattspyrnudeildar Keflavíkur

Þorsteinn Magnússon formaður"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×