Íslenski boltinn

Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Farid Zato.
Farid Zato. vísir/daníel
Knattspyrnudeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu nú rétt í þessu varðandi sektina sem félagið fékk fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í undanúrslitaleik liðanna í Borgunarbikarnum 31. júlí.

Eyjamenn setja sig ekki upp á móti sektinni. Þeir fagna því að KSÍ taki jafnstrangt á kynþáttaníði og raun ber vitni, en sjálfir hafa þeir lent í svipuðum málum.

Í lok síðustu leiktíðar var knattspyrnudeild Keflavíkur sektuð um 30.000 krónur fyrir framkomu stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje, og segja segja Eyjamenn að „Kynþáttafordómar eiga ekkert skylt við knattspyrnu og eða stuðning við knattspyrnulið“.

ÍBV íþróttafélag segist una úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og segir stuðningsmanninn sem gerðist sekur um kynþáttaníðið hafa verið settan í ótímabundið heimaleikjabann.

Yfirlýsingin:

„Í ljósi úrskurðar aga og úrskurðarnefndar KSÍ vegna leiks ÍBV og KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins þann 31. Júlí sl. vill knattspyrnudeild ÍBV koma eftirfarandi á framfæri:

ÍBV íþróttafélag fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði á knattspyrnuleikjum á vegum sambandsins. Leikmenn ÍBV hafa áður orðið fyrir slíkum árásum og síðast var knattspyrnudeild Keflavíkur sektað vegna framkomu stuðningsmanns liðsins í garð Tonny Mawejje fyrrverandi leikmanns ÍBV. Kynþáttafordómar eiga ekkert skylt við knattspyrnu og eða stuðning við knattspyrnulið.

ÍBV íþróttafélag biður Abdel-Farid Zato-Arouna  afsökunar á umræddum ummælum og vonast til að hann og aðrir leikmenn knattspyrnuliða þurfi ekki að líða slík ummæli, né önnur sambærileg í sinn garð í framtíðinni. Um var að ræða einn stuðningsmann ÍBV og ein vanhugsuð ummæli og ekki hægt að dæma alla stuðningsmenn ÍBV út frá þeim.

ÍBV íþróttafélag unir úrskurði nefndarinnar og vill taka það fram að umræddur stuðningsmaður ÍBV hefur verið settur í ótímabundið heimaleikjabann.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×