Íslenski boltinn

Enginn eftir frá 2010

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn þessara leikmanna er enn í herbúðum Inter.
Enginn þessara leikmanna er enn í herbúðum Inter. Vísir/Getty
Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter á undanförnum árum, en til marks um það er enginn þeirra 18 leikmanna sem voru í leikmannahópi liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2010, enn hjá félaginu.

Tímabilið 2009-2010 rennur stuðningsmönnum Inter eflaust seint úr minni, en liðið vann þá þrennuna svokölluðu; ítölsku deildina, ítölsku bikarkeppnina og Meistaradeildina.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, eins og sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið Inter gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2010:

Markvörður: Júlio Cesar - fór til QPR 2012

Hægri bakvörður: Maicon - fór til Manchester City 2012

Miðvörður: Lúcio - fór til Juventus 2012

Miðvörður: Walter Samuel - fór til Basel 2014

Vinstri bakvörður: Christian Chivu - hætti 2014

Miðjumaður: Javier Zanetti - hætti 2014

Miðjumaður: Esteban Cambiasso - fór frá Inter 2014, er enn án félags

Framliggjandi miðjumaður: Wesley Sneijder - fór til Galatasaray 2013

Framherji: Samuel Eto'o - fór til Anzi Makhachkala 2011

Framherji: Diego Milito - fór til Racing Club 2014

Framherji: Goran Pandev - fór til Napoli 2011

Varamenn:

Fransesco Toldo - hætti 2010

Iván Córdoba - hætti 2012

Marco Materazzi - hætti 2010

Dejan Stankovic - hætti 2013

Sulley Muntari - fór til AC Milan 2012

McDonald Mariga - fór til Real Sociedad 2011

Mario Balotelli - fór til Manchester City 2010

Þjálfari liðsins, José Mourinho, fór til Real Madrid eftir tímabilið 2009-2010.


Tengdar fréttir

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×