Íslenski boltinn

Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Már fagnar með Stjörnumönnum í gærkvöldi.
Arnar Már fagnar með Stjörnumönnum í gærkvöldi. vísir/adam jesztreboski
Eins og greint var frá fyrr í dag mætir Stjarnan ítalska stórliðinu Inter í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en dregið var í dag.

Inter hefur unnið ítölsku deildina 18 sinnum og er eitt af stórveldum evrópskrar knattspyrnu, en að það spilar heimaleiki sína á hinum sögufræga San Siro-velli í Mílanó.

„Hef dreymt allan mína ævi að fara á San Siro. Að fá að spila þar væri líklega hápunkturinn hingað til og um ókomna framtíð,“ skrifaði Arnar Már Björgvinsson, framherji Sjörnunnar, á Twitter í gær.

Arnar Már fær nú draum sinn uppfylltan, en seinni leikurinn fer líklega fram á San Siro 28. ágúst.


Tengdar fréttir

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×