Stjarnan fyrst íslenskra liða til að vinna þrjá andstæðinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2014 19:43 Stjörnumenn voru að vonum glaðir eftir leikinn í Poznan í kvöld. Vísir/Adam Jastrzębowski Stjörnumenn halda áfram að skrá sig í metabækurnar, en í kvöld urðu þeir fyrsta íslenska liðið til að slá þrjá andstæðinga út í Evrópukeppni. Stjörnumenn tryggðu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni eftir að hafa lent 3. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Evrópuævintýrið hófst með tveimur leikjum gegn Bangor City frá Wales. Walesverjarnir reyndust ekki vera mikil fyrirstaða. Stjörnumenn unnu báða leikina 4-0 og viðureignina 8-0 samanlagt. Í næstu umferð var komið að skoska liðinu Motherwell. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Skotlandi, þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnumanna. Staðan að loknum venjulegum leiktíma í Garðabænum var einnig 2-2 og því þurfti að framlengja. Þar tryggði Atli Jóhannsson Stjönumönnum sigurinn og sæti í þriðju umferð forkeppninnar með glæsilegu marki á 114. mínútu. Stjarnan vann viðureignina gegn Motherwell, 5-4 samanlagt. Í þriðju umferðinni drógust Stjörnumenn gegn Lech Poznan frá Póllandi. Daninn Rolf Toft tryggði Stjörnunni sigur í fyrri leiknum á Samsung-vellinum með marki á 48. mínútu, en þetta reyndist vera eina markið í viðureign liðanna. Markalaust jafntefli í Póllandi dugði Garðbæingum til að fara áfram. Íslensk lið höfðu áður náð að slá tvo andstæðinga út, en Stjörnumenn bættu um betur í kvöld og skrifuðu nýjan kafla í knattspyrnusögu Íslands.Óooooootrulegt! Var þetta bara í alvörunni að gerast? Aldrei upplifað annað eins, þvililt lið, þvilikur sigur pic.twitter.com/AyFaQkUGX9— Ingvar Jónsson (@ingvarjons) August 7, 2014 Þegar Lech Poznan fans klappa eftir leikinn fyrir liðinu sem þú spilar í þá ertu að gera eitthvað rétt í lífinu— Johann Laxdal (@JohannLaxdal) August 7, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Verða væntanlega með 40 þúsund öskrandi áhorfendur með sér Stjörnumenn unnu fyrri leikinn við Lech Poznan og eru fullir bjartsýni fyrir leikinn í Póllandi í kvöld en í húfi er sæti í umspili um sæti í Evrópudeildinni. 7. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Stjörnumenn halda áfram að skrá sig í metabækurnar, en í kvöld urðu þeir fyrsta íslenska liðið til að slá þrjá andstæðinga út í Evrópukeppni. Stjörnumenn tryggðu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni eftir að hafa lent 3. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Evrópuævintýrið hófst með tveimur leikjum gegn Bangor City frá Wales. Walesverjarnir reyndust ekki vera mikil fyrirstaða. Stjörnumenn unnu báða leikina 4-0 og viðureignina 8-0 samanlagt. Í næstu umferð var komið að skoska liðinu Motherwell. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Skotlandi, þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnumanna. Staðan að loknum venjulegum leiktíma í Garðabænum var einnig 2-2 og því þurfti að framlengja. Þar tryggði Atli Jóhannsson Stjönumönnum sigurinn og sæti í þriðju umferð forkeppninnar með glæsilegu marki á 114. mínútu. Stjarnan vann viðureignina gegn Motherwell, 5-4 samanlagt. Í þriðju umferðinni drógust Stjörnumenn gegn Lech Poznan frá Póllandi. Daninn Rolf Toft tryggði Stjörnunni sigur í fyrri leiknum á Samsung-vellinum með marki á 48. mínútu, en þetta reyndist vera eina markið í viðureign liðanna. Markalaust jafntefli í Póllandi dugði Garðbæingum til að fara áfram. Íslensk lið höfðu áður náð að slá tvo andstæðinga út, en Stjörnumenn bættu um betur í kvöld og skrifuðu nýjan kafla í knattspyrnusögu Íslands.Óooooootrulegt! Var þetta bara í alvörunni að gerast? Aldrei upplifað annað eins, þvililt lið, þvilikur sigur pic.twitter.com/AyFaQkUGX9— Ingvar Jónsson (@ingvarjons) August 7, 2014 Þegar Lech Poznan fans klappa eftir leikinn fyrir liðinu sem þú spilar í þá ertu að gera eitthvað rétt í lífinu— Johann Laxdal (@JohannLaxdal) August 7, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Verða væntanlega með 40 þúsund öskrandi áhorfendur með sér Stjörnumenn unnu fyrri leikinn við Lech Poznan og eru fullir bjartsýni fyrir leikinn í Póllandi í kvöld en í húfi er sæti í umspili um sæti í Evrópudeildinni. 7. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59
Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35
Verða væntanlega með 40 þúsund öskrandi áhorfendur með sér Stjörnumenn unnu fyrri leikinn við Lech Poznan og eru fullir bjartsýni fyrir leikinn í Póllandi í kvöld en í húfi er sæti í umspili um sæti í Evrópudeildinni. 7. ágúst 2014 07:00