Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn uppskáru lófaklapp frá stuðningsmönnum Lech Poznan í gær.
Stjörnumenn uppskáru lófaklapp frá stuðningsmönnum Lech Poznan í gær. Vísir/Adam Jastrzębowski
Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. Stjarnan vann fyrri leikinn 1-0, með marki frá Rolf Toft.

Stuðningsmenn Poznan þykja með þeim allra hörðustu í Evrópu, en þeir eru þekktir fyrir sérstakt fagn þar sem þeir snúa baki í völlinn, vefja örmum utan um hvern annan og hoppa saman í takt.

Stuðningsmenn pólska liðsins sýndu hins vegar mikla stórmennsku eftir leikinn í gær, þegar þeir stóðu upp og klöppuðu fyrir Stjörnunni.

Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, sagði eftir leikinn á Twitter að þú værir „að gera eitthvað rétt í lífinu“ ef stuðningsmenn Lech Poznan stæðu upp og klöppuðu fyrir þér.

Það eru líklega orð að sönnu.


Tengdar fréttir

Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar

Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×