Íslenski boltinn

Præst mögulega með slitið krossband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Præst er einn af betri leikmönnum Pepsi-deildarinnar.
Michael Præst er einn af betri leikmönnum Pepsi-deildarinnar. vísir/valli
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fór út af meiddur í leiknum gegn Lech Poznan í gærkvöldi, þegar Stjarnan komst áfram í umspilið í Evrópudeildinni í knattspyrnu.

Præst meiddist á hné og þurfti að fara af velli á 74. mínútu, en hætt er við að tímabilinu sé lokið hjá Dananum vegna krossbandsslits.

„Það er ekki vitað hvernig hans meiðsli eru. Það er spurning um hvort fremra krossbandið hafi farið eða ekki. Það ræðst núna um helgina. Við ætlum ekkert að ræða það frekar, við vitum hvað er í gangi. Hann er ekki góður í hnénu og þetta lítur ekki vel út,“ sagði RúnarPáll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu í dag.

Verði Præst ekki meira með eru það auðvitað skelfileg tíðindi fyrir Stjörnuna, enda Daninn einn besti leikmaður deildarinnar.

„Þetta er skelfilegt fyrir hann og sjálfsagt fyrir okkur sem lið. Það er mjög mikill missir af honum, en það kemur alltaf maður í manns stað. Við höfum sýnt að við getum komið með menn í staðinn fyrir þessa reyndu sem hafa verið meiddir,“ sagði Rúnar Páll.


Tengdar fréttir

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×