Fótbolti

Dómarinn sem missti af bitinu hjá Suárez dæmir á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marco Rodríguez dæmir stórleikinn annað kvöld.
Marco Rodríguez dæmir stórleikinn annað kvöld. vísir/getty
Mexíkóski dómarinn MarcoRodríguez fær þann heiður og vandasama verkefni að dæma undanúrslitaleik Brasilíu og Þýskalands á HM 2014 í fótbolta annað kvöld.

Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að Rodríguez hefur aðeins dæmt tvo leiki á mótinu. Þeir voru báðir í riðlakeppninni og hefur hann því ekki flautað einn leik í útsláttarkeppninni til þessa.

Það sem meira er þá er Rodríguez maðurinn sem dæmdi leik Úrúgvæ og Ítalíu í lokaumferð D-riðils og missti af því þegar Luis Suárez beit GiorgioChiellini í öxlina.

Það þykir kannski ósanngjarnt að refsa honum fyrir það atvik, en úthlutunin kemur engu að síður mjög á óvart þar sem hann dæmdi svo umdeildan leik og missti af svona stóru atviki.

Þetta er aðeins ein af nokkrum furðulegum ákvörðunum Massimo Busacca, yfirmanni dómaramála hjá FIFA, á mótinu. Hann er afar umdeildur og hefur línan sem hann, á meðal annarra, setti fyrir mótið verið harkalega gagnrýnd.

Eitt af því sem hann benti dómurum á að gera á mótinu var að halda gulum spjöldum í lágmarki, en sumir leikmenn hafa sloppið ævintýralega og haldist inn á vellinum þegar þeir undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera sendir af leikvelli.

Carlos Velasco, Spánverjinn sem dæmdi leik Brasilíu og Kólumbíu, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að leyfa jafnmikla hörku og raun bar vitni í leiknum. Hann var lengi að rífa upp spjöldin og gengu menn á lagið enda geta slagir Suður-Ameríkuþjóða oft verið ansi harðir.

Dómarar eru nú sakaðir um að vernda ekki bestu leikmennina, en JamesRodríguez fékk nokkrar vænar byltur í leiknum og þá er ofurstjarnan Neymar úr leik eftir svakalegt brot sem hann varð fyrir. Enn fremur eru dómararnir á HM eru sagðir stressaðir og hræddir við pressuna frá Busacca.

Mexíkóinn rekur Claudio Marchisio út af í leik Úrúgvæ og Ítalíu.vísir/getty

Tengdar fréttir

Segir FIFA vera tíkarsyni og fasista

Forseti Úrúgvæ, Jose Mujica, er gríðarlega ósáttur með knattspyrnusambandið FIFA eftir að sambandið dæmdi Luis Suárez í fjögurra mánaða bann á dögunum fyrir að bíta Giorgio Chiellini.

Lugano: Bannið á Suarez siðlaust

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ, segir að bannið sem liðsfélagi hans hjá Úrúgvæ, Luis Suarez, sé siðlaust.

Blatter lofar Suarez

Forseti FIFA segir refsinguna sem Luis Suarez fékk rétta.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Forseti Barcelona lofar Suarez

Fulltrúar Liverpool og Barcelona hittust til að ræða möguleg vistaskipti Úrúgvæjans umdeilda.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×