Fótbolti

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giorgio Chiellini sýnir bitfarið.
Giorgio Chiellini sýnir bitfarið. Vísir/AP
Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.

Luis Suarez fékk níu leikja bann með landsliði Úrúgvæ og fjögurra mánaða algjört bann frá öllum skipulögðum fótbolta fyrir að bíta Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu.

„Ég hef aldrei efast um ákvarðanir lögaðila í agamálum en á sama tíma finnst mér þetta bann vera of hörð refsing," skrifaði Giorgio Chiellini.

„Ég vona innilega að hann fái að minnsta kosti að vera nálægt liðsfélögum sínum í leikjunum því svona bann er mjög einangrandi," skrifaði Chiellini.

„Ég fagna ekki þessum fréttum og ber engan kala til Suarez fyrir það sem gerðist á vellinum. Það er liðin tíð. Það eina sem ég er svekktur yfir eru úrslit leiksins. Minn hugur er nú hjá Luis og hans fjölskyldu því framundan er mjög erfiður tími fyrir þau," sagði Chiellini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×