Enski boltinn

Liverpool staðfestir kaupin á Can

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool hefur staðfest að félagið hafi í grunnatriðum komist að samkomulagi um kaup á þýska U-21 landsliðsmanninum Emre Can.

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Liverpool hafi greitt uppsett riftunarverð fyrir Can sem er á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Upphæðin er sögð vera 12 milljónir evra eða um 1,8 milljarðar króna.

Liverpool tilkynnti kaupin á heimasíðu sinni í dag en forráðamenn þýska liðsins höfðu áður staðfest að félagið hafi lagt fram tilboð og að gengið yrði frá viðskiptunum innan skamms.

Leikmaðurinn sjálfur á eftir að ganga frá samningi um kaup og kjör en Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er sagður vongóður um að það verði gert á næstu dögum.

Rodgers festi á dögunum kaup á framherjanum Rickie Lambert frá Southampton og er einnig á höttunum eftir Adam Lallana, fyrirliða liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×