Enski boltinn

Lallana vill yfirgefa Southampton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Lallana.
Adam Lallana. Vísir/getty
Adam Lallana, fyrirliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni og landsliðsmaður Englands, hefur látið félagið sitt vita að hann vilji yfirgefa það í sumar, og helst fyrir HM.

Frá þessu er greint á vef BBC en Lallana hefur þó ekki skilað inn formlegri félagaskiptabeiðni. Hann vill einfaldlega komast til Liverpool sem er búið að bjóða Southampton 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Liverpool keypti í gær annan leikmann Southampton, framherjann Rickie Lambert, fyrir fjórar milljónir punda og er einnig gífurlega áhugasamt um að fá hinn 27 ára gamla Lallana til liðs við sig.

Dýrlingarnir sögðu fyrir helgi að enginn leikmaður yrði seldur á meðan ekki hefur fundist nýr knattspyrnustjóri í stað MauricioPochettino en þau orð urðu að engu þegar Lambert fór.

Lallana, sem er staddur í Miami með enska landsliðinu, skoraði níu mörk í 38 úrvalsdeildarleikjum með Southampton á tímabilinu.

Hann vonast til þess að Dýrlingarnir ráði nýjan stjóra áður en HM byrjar þannig hann verði búinn að skipta um félag áður en heimsmeistarakeppnin í Brasilíu byrjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×