Enski boltinn

Reynir að fá Fabregas til United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David De Gea
David De Gea Vísir/Getty
David De Gea, markvörður Manchester United og spænska landsliðsins, nýtir tímann utan æfinga til þess að reyna að sannfæra Cesc Fabregas að ganga til liðs við rauðu djöflana.

Fabregas sem er leikmaður Barcelona hefur reglulega verið orðaður við Manchester United en hann lék með Arsenal í átta ár. Talið er að Barcelona sé tilbúið að taka á móti tilboðum í miðjumanninn til að fjármagna enduruppbyggingu liðsins.

De Gea sem mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Spánar á föstudaginn vonast til þess að Fabregas verði þriðji Spánverjinn í liði Manchester United á næsta tímabili.

"Ég hef reynt að sannfæra hann um að koma til Manchester United og spila með mér og Juan Mata. Hann er heimsklassa leikmaður en ef hann er til sölu verða mörg lið á eftir honum," sagði De Gea en talið er fullvíst að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United muni reyna styrkja miðju liðsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×