Erlent

Utanríkisráðherra Malasíu: „Pólitík skiptir ekki máli“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fundurinn var haldinn í Kúala Lúmpúr í morgun.
Fundurinn var haldinn í Kúala Lúmpúr í morgun. vísir/afp
„Mestu máli skiptir að finna vélina, pólitík skiptir ekki máli,“ sagði Anifah Aman, utanríkisráðherra Malasíu, á blaðamannafundi í Kúala Lúmpúr í morgun vegna týndu farþegavélar Malaysia Airlines.

Hishammudin Hussein, settur samgönguráðherra, tók einnig til máls á fundinum og ítrekaði hann fullyrðingar utanríkisráðherrans. Hann sagði að yfirvöld einbeittu sér nú að því að minnka leitarsvæðið

Hussein var spurður hvort hann tengdist Najib Razak forsætisráðherra fjölskylduböndum og hvort hann teldi að hann nyti verndar hans. Spurningin kom Hussein í opna skjöldu og játaði hann fjölskyldutengslin en sagði að hann nyti engrar sérstakar verndar frá forsætisráðherranum.

Þá neitaði hann að svara spurningum um fjölskyldutengsl Anwars Ibrahim, leiðtoga stjórnarandsöðunnar, og annars flugmanna týndu vélarinnar.


Tengdar fréttir

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Rannsókn beint að flugmönnunum

Engin skýring hefur enn fengist á hvarfi malasísku farþegaþotunnar en leitarsvæðið er orðið gríðarstórt.

Leita að flugvélinni á meginlandi Kína

Víðtæk leit er nú hafin innan kínversku landamæranna að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf með 239 manns innanborðs þann áttunda mars síðastliðinn.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Ástralar sjá um leit á hluta svæðisins

Yfirvöld í Ástralíu hafa lýst því yfir að þau muni hafa yfirumsjón með leitinni á svokölluðu Suður-svæði að Malasísku Boeing þotunni sem hvarf fyrir rúmri viku. Leitarsvæðinu hefur nú verið skipt í tvennt eftir að ljóst varð að vélinni var flogið áfram í langan tíma eftir að merki hættu að berast frá henni.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×