Rannsókn beint að flugmönnunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. mars 2014 11:55 Á flugvellinum í Sepang í Malasíu hefur fjöldi manns skrifað á þar til ætlaðan vegg skilaboð og heillaóskir til allra sem tengjast farþegum eða áhöfn vélarinnar týndu. Vísir/AP Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram? Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram?
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent