Erlent

Hóta hungurverkfalli vegna flugvélahvarfsins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fjölskyldur farþeganna létu reiði sína í ljós á fundi með Malaysia Airlines í Peking.
Fjölskyldur farþeganna létu reiði sína í ljós á fundi með Malaysia Airlines í Peking. vísir/ap
Aðstandendur kínverskra farþega malasísku farþegaþotunnar sem saknað hefur verið frá því 8. mars hafa hótað því að fara í hungurverkfall fái þau ekki nánari upplýsingar um hvarfið frá yfirvöldum í Malasíu.

Fjölskyldur farþeganna létu reiði sína í ljós á fundi með Malaysia Airlines í Peking, en þau telja yfirvöld í Malasíu liggja á upplýsingum. „Við viljum heyra sannleikann,“ sagði einn aðstandendanna á fundinum. „Ekki láta farþegana verða fórnarlömb pólitískra deilna.“

Alls voru 153 kínverskir ríkisborgarar um borð í vélinni en hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking þegar hún hvarf af ratsjá. Kínverskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt rannsókn malasískra yfirvalda.


Tengdar fréttir

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×