Erlent

Myndir af fljótandi hlutum í Suður-Kínahafinu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd frá leitinni að týndu flugvélinni.
Mynd frá leitinni að týndu flugvélinni. Vísir/AFP
Myndir úr gervitunglum, sem sýna hugsanlegt brak úr farþegaflugvél Malaysia Airlines, hafa verið birtar á vefsíðu kínverskra yfirvalda. Myndirnar eru þrjár og á þeim sjást stórir fljótandi hlutir í Suður-Kínahafinu. BBC segir frá.

Flugvélarinnar hefur verið saknað síðan á laugardaginn. Ein myndin var tekin á sunnudaginn, degi eftir að vélin hvarf af ratsjá. Staðsetningin kemur heim og saman við upplýsingar frá starfsmanni olíuborpalls í Víetnam sem segist hafa séð flugvélina hrapa í logum.

Stærsti hluturinn sem sést á myndinni er 24 metrar sinnum 22 metrar.

Staðsetning hlutanna er mjög nálægt þeim stað þar sem fyrst var leitað að vélinni.


Tengdar fréttir

Brakið tengdist ekki farþegaþotunni

Bandarískar björgunarsveitir hafa staðfest að brakið sem fannst fyrr í dag hafi ekki tengst týndu malasísku farþegaþotunni á neinn hátt.

Farþegaflugvélin breytti um stefnu

Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×