Erlent

Enn bólar ekkert á týndu farþegavélinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Indónesískur leitarmaður á Malaccasundi.
Indónesískur leitarmaður á Malaccasundi. vísir/afp
Enn eru litlar sem engar vísbendingar um afdrif farþegaflugvélar Malaysia Airlines sem hvarf aðfaranótt laugardags á leið sinni frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og bætast sífellt fleiri í hóp leitarfólks á svæðinu.

Vélin hvarf af ratsjá um klukkustund frá flugtaki og allt virtist í lagi af síðustu talstöðvarsamskiptum vélarinnar við flugturn að dæma. Nokkrum mínútum síðar var hún horfin.

Kínversk sendinefnd á fundi með malasískum yfirvöldum í Kúala Lúmpúr í dag.vísir/afp
Um áttatíu flugvélar og skip leita vélarinnar á Suður-Kínahafi, Malaccasundi og víðar. Að minnsta kosti tólf lönd taka þátt í leitinni. Kínversk yfirvöld bíða óþreyjufull eftir frekari upplýsingum en rúmlega 150 farþegar vélarinnar eru kínverskir ríkisborgarar.

Ekkert brak úr flugvélinni hefur fundist og hafa malasísk yfirvöld stækkað leitarsvæðið í von um að finna vélina en einbeita sér nú að Malaccasundi.

Kínversk skólabörn biðja fyrir farþegum og áhöfn vélarinnar.vísir/afp
Malaysia Airlines rannsakar nú ábendingar um það að annar flugmanna vélarinnar hafi boðið tveimur konum í flugstjórnarklefa í flugi fyrir tveimur árum.

Flugmaðurinn, Fariq Abdul Hamid, er sagður hafa, ásamt öðrum flugmanni, hafa leyft konunum að vera í klefanum meðan á fluginu stóð, stillt sér upp á myndum með þeim og reykt sígarettur í flugstjórnarklefanum.

Ef rétt reynist er um alvarlegt brot á flugreglum að ræða. Malasísk yfirvöld segjast líta þessar ásakanir alvarlegum augum.

Malasískur lögregluþjónn heldur á lofti ljósmynd af öðrum írönsku mannanna sem fóru um borð með stolið vegabréf.vísir/afp
Ýmsar tilgátur eru á lofti um orsakir þess að vélin hvarf. Ástralskur flugráðgjafi segir í samtali við fréttastofu Sky að líklegasta skýringin að hans mati er sú að flugmaðurinn hafi framið sjálfsvíg.

Hann hafi beðið eftir að hinn flugmaðurinn yfirgæfi flugstjórnarklefann og þá læst að sér og brotlent vélinni viljandi. Þá sakar hann yfirvöld í Malasíu að liggja á upplýsingum um hvarfið.

Þá eru tveir íranskir menn sagðir hafa farið um borð með stolin vegabréf, að því er segir í tilkynningu frá Interpol, en þeir eru taldir hafa verið á leið til Evrópu með tengiflugi frá Peking.

Aðstandendur bíða í ofvæni eftir upplýsingum um afdrif vélarinnar.vísir/afp
Twitter-færslur tengdar málinu merktar #MalaysiaAirlines

Tengdar fréttir

Farþegaþota hvarf af radar

Vélin er á vegum Malaysian Airlines en í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vélin hafi horfið af radar á sjöunda tímanum í gær, nokkrum klukkustundum eftir flugtak.

Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina

Kínverjar krefjast þess að malasísk yfirvöld leggi meiri kraft í leitina að Boeing 777-farþegavélinni sem hvarf á laugardaginn. Um borð voru 239 manneskjur.

Farþegaflugvélin breytti um stefnu

Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.

Farsímar farþeganna hringja enn

Hvert sem afdrif flugvélarinnar kann að vera, á að teljast ómögulegt að símarnir skuli enn vera tengdir.

Ekkert bendir til hryðjuverka

Mennirnir tveir sem fóru með stolin vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, eru taldir hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×