Enski boltinn

Gylfi langlaunahæsti íslenski íþróttamaðurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson, nýkrýndur Íþróttamaður ársins og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, er annað árið í röð launahæsti íslenski íþróttamaðurinn en Viðskiptablaðið hefur tekið þetta saman.

Gylfi er samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins langlaunahæsti íslenski íþróttamaðurinn en hann fær 40 milljónir á mánuði í laun hjá Tottenham.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður með velska liðinu Cardiff, hækkaði í launum þegar Cardiff komst upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hefur minnkað aðeins forskot Gylfa frá því í fyrra.

Kolbeinn Sigþórsson er einn launahæsti leikmaður hollensku deildarinnar og er með um 100 milljónir króna í árslaun hjá liði sínu Ajax.

Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen er hástökkvari ársins meðal íslenskra atvinnumanna en hann skrifaði undir samning til tveggja ára við rússneska úrvalsdeildarfélagið FK Ural.

Í fimmta og sjötta sæti eru síðan landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson sem spila báðir á Ítalíu.

Það er hægt að sjá alla frétt Viðskiptablaðsins með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×