Íris Dögg varði tvö víti og kom Fylki í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2014 20:48 Íris Dögg Gunnarsdóttir Vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það er óhætt að segja að vítin hafi verið í aðalhlutverki í leiknum því þrjú af fjórum mörkum leiksins komu af vítapunktinum og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Fylkisliðið vann vítakeppnina 3-2 en KR-liðið klikkaði á þremur vítum og Fylkir einni. Íris Dögg varði víti frá Sigríði Maríu Sigurðardóttur og Söru Lissy Chontosh en KR skaut yfir úr einu víta sinna. Fyrr í kvöld komst Stjarnan einnig í undanúrslit en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram á morgun þegar Valur tekur á móti Breiðbliki og Eyjakonur fara í heimsókn á Selfoss. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR úr vítaspyrnum en þetta voru fyrstu mörkin sem Íris Dögg Gunnarsdóttir fær á sig síðan að Fylkir samdi við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg hafði haldið marki sínu hreinu í 436 mínútur í deild og bikar þegar hún fékk á sig fyrra markið. Anna Björg Björnsdóttir kom Fylki í 1-0 með marki úr víti á 10. mínútu en Margrét María jafnaði metin úr öðru víti á 74. mínútu. Anna Björg fékk annað víti á 80. mínútu en tókst ekki að skora úr því. Leikurinn endaði 1-1 og því þurfti að framlengja leikinn. Margrét María kom KR yfir úr öðru víti sínu í leiknum á 100. mínútu en Ruth Þórðar Þórðardóttir tryggði Fylki vítaspyrnukeppni þegar hún jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Upplýsingar um markaskorara og gang mála í leiknum eru fengnar frá fótboltavefsíðunni fótbolti.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það er óhætt að segja að vítin hafi verið í aðalhlutverki í leiknum því þrjú af fjórum mörkum leiksins komu af vítapunktinum og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Fylkisliðið vann vítakeppnina 3-2 en KR-liðið klikkaði á þremur vítum og Fylkir einni. Íris Dögg varði víti frá Sigríði Maríu Sigurðardóttur og Söru Lissy Chontosh en KR skaut yfir úr einu víta sinna. Fyrr í kvöld komst Stjarnan einnig í undanúrslit en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram á morgun þegar Valur tekur á móti Breiðbliki og Eyjakonur fara í heimsókn á Selfoss. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR úr vítaspyrnum en þetta voru fyrstu mörkin sem Íris Dögg Gunnarsdóttir fær á sig síðan að Fylkir samdi við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg hafði haldið marki sínu hreinu í 436 mínútur í deild og bikar þegar hún fékk á sig fyrra markið. Anna Björg Björnsdóttir kom Fylki í 1-0 með marki úr víti á 10. mínútu en Margrét María jafnaði metin úr öðru víti á 74. mínútu. Anna Björg fékk annað víti á 80. mínútu en tókst ekki að skora úr því. Leikurinn endaði 1-1 og því þurfti að framlengja leikinn. Margrét María kom KR yfir úr öðru víti sínu í leiknum á 100. mínútu en Ruth Þórðar Þórðardóttir tryggði Fylki vítaspyrnukeppni þegar hún jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Upplýsingar um markaskorara og gang mála í leiknum eru fengnar frá fótboltavefsíðunni fótbolti.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00
Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30