Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 14:18 Frá vinstri: Árni Gautur, Sir Alex, Orri Þórðarson og hárprúður Gunnlaugur Jónsson. Mynd/Gunnlaugur Jónsson „Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
„Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12
Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53
Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47