Kallar Thatcher gamla norn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 09:02 Bresku blöðin fjalla ítarlega um feril Thatcher í dag. Nordicphotos/Getty Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira