Þetta er búinn að vera smá rússíbani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2013 09:00 Mynd/Arnþór Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira