Þetta er búinn að vera smá rússíbani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2013 09:00 Mynd/Arnþór Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki