Íslenski boltinn

Elfar Árni kominn heim til sín

Elfar Árni fagnar marki með félögum sínum fyrr í sumar.
Elfar Árni fagnar marki með félögum sínum fyrr í sumar.
Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær.

Elfar Árni fór í skallaeinvígi við leikmann KR og rotaðist. Hann fór síðan í lost og var meðal annars beittur hjartahnoði meðan beðið var eftir sjúkrabíl.

Hann er á fínum batavegi í dag en þarf að taka því rólega næstu daga og alls óvíst um hvenær hann leikur aftur knattspyrnu.

"Þetta fór betur en á horfðist í fyrstu. Það virðist hafa verið brugðist rétt við á vellinum," sagði Aðalsteinn Árni Baldursson, faðir Elfars, við Vísi.

"Það var staðið mjög vel að allri upplýsingagjöf til fjölskyldunnar og ég vil nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til allra sem aðstoðuðu Elfar í gær. Við erum afar þakklát öllu því góða fólki."


Tengdar fréttir

Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra

Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi.

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.