Íslenski boltinn

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Andri Valur Ívarsson á Kópavogsvelli skrifar
Sjúkrabíllinn inn á Kópavogsvellinum í kvöld.
Sjúkrabíllinn inn á Kópavogsvellinum í kvöld. Mynd/Vísir
Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg og þurfti að kalla á hjálp lækna. Læknar og sjúkraþjálfarar hlúðu að Elfari Árna á meðan beðið var eftir sjúkrabíl.

Elfar Árni var með meðvitund og veifaði áhorfendum þegar hann var fluttur upp í sjúkrabílinn.

Atvikið gerðist strax á 4. mínútu leiksins en Magnús Þórisson ákvað síðan að flauta leikinn af og verður hann leikinn síðar enda voru leikmenn liðanna í engu ástandi til að halda áfram leik.


Tengdar fréttir

Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir

Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×