Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2013 01:28 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti